Dagur leikskólans

07. 02. 2018

Í gær var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Mikið var um dýrðir hér á Sunnuhvoli en þar sem skólinn varð 40 ára núna í ár var ákveðið að gera aðeins meira úr deginum en venjan er. Gamlir starfsmenn og aðrir velunnarar létu sjá sig fyrri part dags og svo komu foreldrar og fjölskyldur barnanna á opið hús seinni partinn. Þetta var sko frábær dagur frá upphafi til enda og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.

© 2016 - 2019 Karellen